Samstarf – Styrkur Orkuðsjóðs vegna uppsetningar á sólarsellum

Birtuorka getur gerst samstarfsaðili umsækjanda og veitt aðstoð við að útbúa umsókn vegna styrks frá Orkusjóði. Umsóknarfrestur hefur verið lengdur til 31ágúst. https://orkustofnun.is/orkuskipti/orkusetur/solarsellustyrkir

Við gerð umsóknar er aflþörf metin og gerð kostnaðaráætlun. Áætlunin tekur mið af aflþörf og hversu mikinn hluta þarfarinnar uppsetningin á að þjónusta. Þá er áætluð stærð og kostnaður við rafhlöðu ef vilji er til að bæta henni við.

Ef styrkumsókn verður samþykkt er næsta skref að hefja hönnunarferli. Þegar endanleg kostnaðaráætlun liggur fyrir og aðilar eru sammála um að fara í verkefnið er gerður verksamningur og uppsetningin sett af stað.

Varðandi næstu skref hafið samband á netfangið olafur@birtuorka.is með nánari upplýsingar um stærð húsnæðis, staðsetningu og núverandi orkunotkun (er á „mínar síður“ hjá orkusala ykkar) Í framhaldi munum við hafa samband, fara yfir verkefnið og undirbúa gerð umsóknar til Orkusjóðs.