Um Birtuorku

Stofnendur Birtuorku hafa áralanga reynslu af rekstri og uppsetningu tæknilausna og liggur bakgrunnur þeirra í rafmagnsverkfræði, rafvirkjun og verktöku. Þeir hafa í gegnum tíðina séð um  þjónustu við rafkerfi heimila og fyrirtækja,  ljósleiðaravæðingu, sjálfvirknivæðingu framleiðslufyrirtækja, uppsetningu tölvukerfa og flest annað sem kemur að rafmagni og flóknum tæknilausnum. 

Samstarf við IBC SOLAR og reynsla starfsmanna gerir Birtuorku að mjög öflugum þjónustuaðila á sviði sólarorkulausna hér á landi.  Félagið býður viðskiptavinum hönnun- búnað- og uppsetningu sólarorkukerfa fyrir mismunandi aðstæður allt frá fjallaskálum og heimilum til stærri fyrirtækja og sólarorkugarða.