Vöruframboð Birtuorku samanstendur af sólarorkulausnum á þremur sviðum. Heimili/frístundahús, fyrirtæki og sólargarðar. Samstarfið við IBC SOLAR tryggir að kerfin séu hárrétt hönnuð og búnaður í háum gæðaflokki.
Heimili

Birtuorka aðstoðar húseigendu við að afla grænnar orku. Við veitum heildarlausn vegna öflunar sólarorku allt frá hönnun til uppsetningar. Gott vöruúrval og ítarlega prufaður búnaður tryggir hámarks útkomu.
Fyrirtæki

Uppsetning sólarorkukerfa hjá fyrirtækjum gerir þeim kleift að draga úr rekstrarkostnaði og auka samkeppnishæfni á sjálfbæran hátt ásamt því að taka þátt í orkuskiptunum með framleiðslu á grænni orku. Birtuorka býður uppá fullkomin sólarorkukerfi fyrir fyrirtæki
Sólargarðar

Birtuorka er öflugur samstarfsaðili í verkefnaþróun, fjármögnun, skipulagi, byggingu, rekstri og viðhaldi sólarorkugarða.
Sólargarðar eru í raun smávirkjun og mikilvægt innlegg í orkuskiptin. Þeir geta skilað góðri arðsemi til langs tíma – að því tilskildu að allt sé gert rétt. Með Birtuorku sem samstarfsaðila getur þú, sem fjárfestir, sveitarfélag eða landveitandi, verið viss um að sólargarðurinn muni starfa mjög hagkvæmt þar sem við bjóðum eingöngu upp á hæstu gæði og áratuga reynslu samstarfsaðila Birtuorku í skipulagningu og rekstri.