BIRTUORKA er íslenskt nýorkufélag sem sérhæfir sig í sólarorku. Birtuorka er samstarfsfélag þýska fyrirtækisins IBC SOLAR sem er leiðandi í heildarlausnum og þjónustu á sviði sólar- og rafhlöðubúnaðar.
IBC SOLAR var stofnað árið 1982 í Bad Staffelstein Þýskalandi og hefur verið brautryðjandi í orkuskiptum í yfir 30 löndum. IBC hefur innleitt sólarorkukerfi með meira en sjö gígavatta framleiðslugetu sem jafngildir rúmlega tvöfaldri heildar raforkuframleiðslu á Íslandi. IBC rekur eigin rannsóknarstofu sem tryggir gæði og samhæfni búnaðar.
Birtuorka í samstarfi við IBC býður upp á heildarlausnir varðandi sólarorkukerfi, allt frá skipulagningu til afhendingar á uppsettum kerfum. Unnið er með viðurkenndan búnað frá helstu framleiðendum á sviði grænnar raforkuframleiðslu. Starfsmenn Birtuorku fengið þjálfun í hönnun og uppsetningu sólarorkukerfa hjá IBC sem tryggir vandaða og örugga uppsetningu.
Í boði eru sólarsellur og orkulausnir fyrir frístundahús, heimili, sveitabýli, verslun og iðnað sem og sólargarða.
