Birtuorka

BIRTUORKA er íslenskt nýorkufélag sem sérhæfir sig í sólarorku.   Birtuorka er samstarfsfélag þýska fyrirtækisins IBC SOLAR sem er leiðandi í heildarlausnum og þjónustu á sviði sólar- og rafhlöðubúnaðar.

IBC SOLAR var stofnað árið 1982 í Bad Staffelstein Þýskalandi og hefur verið brautryðjandi í orkuskiptum í yfir 30 löndum.  IBC hefur innleitt sólarorkukerfi með meira en sjö gígavatta framleiðslugetu sem jafngildir rúmlega tvöfaldri heildar raforkuframleiðslu á Íslandi. IBC rekur eigin rannsóknarstofu sem tryggir gæði og samhæfni búnaðar.

Birtuorka í samstarfi við IBC býður upp á heildarlausnir varðandi sólarorkukerfi, allt frá skipulagningu til afhendingar á uppsettum kerfum.  Unnið er með viðurkenndan búnað frá helstu framleiðendum á sviði grænnar raforkuframleiðslu.   Starfsmenn Birtuorku fengið þjálfun í hönnun og uppsetningu sólarorkukerfa hjá IBC sem tryggir vandaða og örugga uppsetningu.

Í boði eru sólarsellur og orkulausnir fyrir frístundahús, heimili, sveitabýli, verslun og iðnað sem og sólargarða.

Smellið til að fá nánari upplýsingar um IBCSOLAR

Sólarsellur

Vöruframboð Birtuorku samanstendur af sólarorkulausnum á þremur sviðum.  Heimili/frístundahús, fyrirtæki og sólargarðar.    Samstarfið við IBC SOLAR tryggir að kerfin séu hárrétt hönnuð og búnaður í háum gæðaflokki.

Heimili

Birtuorka aðstoðar húseigendu við að afla grænnar orku.   Við veitum heildarlausn vegna öflunar sólarorku allt frá hönnun til uppsetningar.   Gott vöruúrval og ítarlega prufaður búnaður tryggir hámarks útkomu.

Fyrirtæki

Uppsetning sólarorkukerfa hjá fyrirtækjum gerir þeim kleift að draga úr rekstrarkostnaði og auka samkeppnishæfni á sjálfbæran hátt ásamt því að taka þátt í orkuskiptunum með framleiðslu á grænni orku.  Birtuorka býður uppá fullkomin sólarorkukerfi fyrir fyrirtæki    

Sólargarðar

Birtuorka er öflugur samstarfsaðili í verkefnaþróun, fjármögnun, skipulagi, byggingu, rekstri og viðhaldi sólarorkugarða.

Sólargarðar eru í raun smávirkjun og mikilvægt innlegg í orkuskiptin.  Þeir geta skilað góðri arðsemi til langs tíma – að því tilskildu að allt sé gert rétt.  Með Birtuorku sem samstarfsaðila getur þú, sem fjárfestir, sveitarfélag eða landveitandi, verið viss um að sólargarðurinn muni starfa mjög hagkvæmt þar sem við bjóðum eingöngu upp á hæstu gæði og áratuga reynslu samstarfsaðila Birtuorku í skipulagningu og rekstri.

Um Birtuorku

Stofnendur Birtuorku hafa áralanga reynslu af rekstri og uppsetningu tæknilausna og liggur bakgrunnur þeirra í rafmagnsverkfræði, rafvirkjun og verktöku. Þeir hafa í gegnum tíðina séð um  þjónustu við rafkerfi heimila og fyrirtækja,  ljósleiðaravæðingu, sjálfvirknivæðingu framleiðslufyrirtækja, uppsetningu tölvukerfa og flest annað sem kemur að rafmagni og flóknum tæknilausnum. 

Samstarf við IBC SOLAR og reynsla starfsmanna gerir Birtuorku að mjög öflugum þjónustuaðila á sviði sólarorkulausna hér á landi.  Félagið býður viðskiptavinum hönnun- búnað- og uppsetningu sólarorkukerfa fyrir mismunandi aðstæður allt frá fjallaskálum og heimilum til stærri fyrirtækja og sólarorkugarða.

Fréttir

Starfsmenn Birtuorku sóttu námskeið hjá IBC SOLAR í september.

Í september sóttu starfsmenn námskeið hjá IBC SOLAR sem er samstarfsaðili Birtuorku vegna sólarorkulausna á Íslandi. IBC SOLAR hefur verið brautryðjandi í orkuskiptum í yfir 30 löndum og hefur innleitt sólarorkukerfi með meira en sjö gígavatta framleiðslugetu sem jafngildir rúmlega tvöfaldri heildar raforkuframleiðslu á Íslandi. Á námskeiðinu var lögð áhersla á hönnun sólarorkukerfa og nýjustu …

Samstarf – Styrkur Orkuðsjóðs vegna uppsetningar á sólarsellum

Birtuorka getur gerst samstarfsaðili umsækjanda og veitt aðstoð við að útbúa umsókn vegna styrks frá Orkusjóði. Umsóknarfrestur hefur verið lengdur til 31ágúst. https://orkustofnun.is/orkuskipti/orkusetur/solarsellustyrkir Við gerð umsóknar er aflþörf metin og gerð kostnaðaráætlun. Áætlunin tekur mið af aflþörf og hversu mikinn hluta þarfarinnar uppsetningin á að þjónusta. Þá er áætluð stærð og kostnaður við rafhlöðu ef …

Hafa samband

Sendið póst á olafur@birtuorka.is varðandi fyrirspurnir og ráðgjöf um verkefni